Árskógarskóli hefur komið sér upp góðum útbúnaði til útieldunar, stór pottur sem hægt er að gera súpu handa öllum í skólanum, ketill í stærri kantinum, lítil panna og mjög stór panna eða sú sem sést á myndunum. Við erum búin að koma okkur upp einu eldstæði sunnan félagsheimilis sem við ætlum að gera enn betra og aðgengilegra sem svo allir aðrir sem dvelja í Árskógi geta nýtt sér. Í vor ætlum við að setja annað eldstæði austan við skóla og jafnvel að sveipa það indjánatjaldi. Við eigum líka útbúnað til að hafa færanlegt eldstæði með kolum svo við ætlum að vera svakalega dugleg að elda úti. Heyrst hefur að egg og bacon verði á stóru pönnunni innan skamms...... Helga kennari og nemendur í 3.-5. bekk í heimilisfræði prófuðu stóru pönnuna í vikunni og steiktu lummur sem voru þetta líka fínar, allur matur bragðast betur úti! Fleiri myndir í myndasafni.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is