Litlu jól skólans hefjast kl. 9:00 í félagsheimilinu Árskógi 20. des. Nemendur troða upp og sýna fjölbreytt skemmtiatriði. Boðið verður upp á piparkökur sem nemendur hafa bakað og skreytt. Dansað verður í kringum jólatréð og jólaveinar kíkja í heimsókn. Foreldrar eru velkomnir.
Litlu jólunum lýkur kl. 10:45 en þá er heimferð með skólabíl (eða foreldrum) fyrir grunnskólastig en leikskólabörnin geta haldið yfir í skóla og klárað daginn þar. Eftir litlu jólin eru börn á grunnskólaaldri komin í jólafrí. Kötlukot er opið 21. desember en eftir þann dag er komið jólafrí. Árskógarskóli er lokaður milli jóla og nýárs og opnar aftur fimmtudaginn 3. janúar 2018 samkvæmt stundakrá.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is