Ertu að leita að góðum leik- eða grunnskóla fyrir barnið þitt? Árskógarskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn frá 9 mánaða aldri til og með 7. bekk grunnskóla. Skólinn er nú á sínu 4. starfsári og við getum með góðu móti sagt að skólinn er góður skóli sem sinnir skyldum sínum í takt við lög og reglur, námskrár og fyrst og fremst sinnum við hverjum og einum nemanda af kostgæfni, því hér starfar góður hópur af frábæru faglegu fólki. Í skólanum eru 35 nemendur á leik- og grunnskólastigi sem er aldeilis flottur hópur skemmtilegra barna en við getum hins vegar lengi á okkur blómum bætt!
Til dæmis getum við tekið við börnum á Kötlukot sem er leikskólastigshópur skólans og ef þú ert í vandræðum með leikskólapláss skaltu hafa samband við okkur, aldeilis frábært starf sem er unnið á Kötlukoti við úrvals aðstæður inni sem úti fyrir börn sem eru að læra á lífið gegnum leik.
Einnig er nóg pláss í 1.-7. bekk þar sem tveir umsjónarkennarar og stuðningsfulltrúi mynda teymi sem ber sameiginlega ábyrgð á hópnum og þar er einnig faglegt og gefandi starf í gangi alla skóladaga. Kynntu þér skólanámskrá og árganganámskrá skólans á heimasíðunni hér http://www.dalvikurbyggd.is/Arskogarskoli/Namskra,-starfsaaetlun,-log/.
Hafðu samband við okkur í síma 460-4970, sendu okkur tölvupóst arskogarskoli@dalvikurbyggd.is eða komdu bara í heimsókn og hittu á okkur og skoðaðu skólann okkar, við erum 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri á besta stað í Eyjafirði í Árskógi. Sem sagt, við getum á okkur blómum bætt og fögnum fleiri börnum í flotta skólann okkar.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is