Út er komið læsisdagatal Menntamálastofnunar.
Læsisdagatal getur verið skemmtileg leið til að hvetja börn til lestrar í sumarfríinu. Sérfræðingar Menntamálastofnunar hafa unnið eitt slíkt foreldrum til stuðnings.
Læsisdagatalið inniheldur fjölmargar spennandi leiðir að lestri, flestar fyrir börn sem eru farin að lesa. Ef barnið þitt hefur ekki náð tökum á lestri getur þú samt sem áður nýtt hugmyndirnar en þú gætir þurft að aðlaga þær að getu barnsins.
Við hvetjum þig til að heimsækja bókasafnið með barninu og stuðla þannig að því að barnið geti valið bækur út frá áhugasviði.
Læsisdagatalið er annars vegar útfyllt með hugmyndum og hins vegar óútfyllt þannig að hægt er að fylla inn í það út frá áhuga og aðstæðum.
Hægt er að prenta læsisdagatalið út eða vista í tölvu, skrá inn dagsetningar og nafn mánaðar og fylla síðan dagana með skemmtilegum og hvetjandi hugmyndum að lestri.
Læsisdagatalið getur nýst á fjölbreyttan máta s.s. inni á heimilum, í leikskólum, á ferðalagi og í frístundastarfi með börnum.
Eins langar okkur að benda á Facebook-síðuna Gott að lesa sem var opnuð þegar Þjóðarsáttmáli um læsi fór af stað https://www.facebook.com/gottadlesa/
Gangi ykkur vel og hafið gaman saman að lestri í sumar!
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is