Janúar er búinn að vera skemmtilegur á Kötlukoti þrátt fyrir mikil veikindi bæði hjá börnum og starfsfólki. Það hafa verið farnar tvær ferðir í fjósið í Stærri-Árskógi og við höfum nýtt okkur snjóinn og leikið mikið í brekkunni fyrir aftan hús m.a. voru prufuð hér einn dag eftir hádegi lítil stubbaskíði sem fundust í bílskúrnum hjá Leikbæ.
Vinahópur vann einstaklega skemmtilegt verkefni í þessum mánuði þar sem þau notuðu myndvarpa og allskyns hluti til að búa til myndir á vegginn. Hópnum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn vann myndvarpaverkefni og hinn fór í sullukrók annan daginn og svo var skift í næsta hópastarfstíma.
Heimir kemur alltaf til okkar á þriðjudögum og syngur með okkur, hann kynnir oft fyrir okkur hin ýmsustu hljóðfæri og hljóðfæri mánaðarins er klarinett. Heimir sýndi okkur hvernig klarinettið er sett saman, spilaði aðeins á það og svo fengu allir sem vildu að prufa að blása í það.
Þorrinn hefur átt stóran hlut í starfi Kötlukots í janúar. Við höfum fræðst lítilega um þennan forna mánuð og þær hefðir sem honum fylgja, við höfum einnig verið að syngja krummalög og hið sívinsæla lag Hangikjötslæri. Börnin bjuggu sér til þorrablótshatta og á bóndadaginn sjálfan var þorramatur í hádegismatinn.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is