Jónu hópur

Jónu hópur

Nú eru loksins komnar inn myndir af hópnum mínum eftir tæknileg vandamál. Ég setti allar myndirnar saman í möppu og endilega verið dugleg að skoða. Myndirnar eru teknar í nokkrum hópastarfstímum en flestir tímarnir snérust um vinnu með bókina Geiturnar 3. Við fundum grímu á netinu og síðan var hún dregin upp af ljósaborðinu, klippt og lituð. Börnin lituðu stóra mynd upp úr bókinni, klipptu út stafina G og T og margt fleira skemmtilegt. Ætlunin er svo að sýna leikrit upp úr bókinni á næstu gæðastund.

Nemendur úr 6. bekk hafa komið reglulega til að leika með okkur og læra saman á þriðjudögum og meðal annars hafa þeir unnið með sögugrunninn. Draupnir Jarl og Árni Björn bjuggu til frábæra sögu með skemmtilegri persónusköpun og oru með stafainnlögn og fleira. Þessar stundir hafa gefið börnunum mikið á báða bóga.

Nú erum við byrjuð í smíðum og heimilisfræði lokið. Einnig erum við reglulega að vefa, sá aldur sem gerir það mun líka fljótlega fara í handavinnustofuna og sauma stykki.

Æðislegir dagar búnir að vera í febrúar með fullt af frjálsum leik, útiveru og fleiru skemmtilegu sem ekki rataði á myndavélina. Endilega kíkið á myndirnar.