Þá er komið að því að nýr árgangur hefur skólagöngu á grunnskólastigi haustið 2013 en það eru börn fædd 2007. Í Dalvíkurbyggð starfa tveir grunnskólar Árskógarskóli (1. – 7. bekkur) og Dalvíkurskóli (1. – 10. bekkur). Frá og með skólabyrjun haustið 2013 verður skólaakstur í boði frá Dalvík og í Árskóg fyrir þá sem kjósa að senda barnið sitt í Árskógarskóla. Þar sem valið er ykkar biðjum við ykkur góðfúslega að setja ykkur í samband við skólann sem barnið á að sækja og innrita barnið fyrir 1. apríl 2013.
Vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Árskógarskóla í síma 460-4971 eða sendið tölvupóst á gunnthore@dalvikurbyggd.is eða í Dalvíkurskóla í síma 460-4980 eða á netfangið ritari@dalvikurbyggd.is
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is