Nemendur og kennarar úr Hríseyjarskóla heimsóttu okkur í dag. Nemendum var skipt í tvo hópa, eldri og yngri og byrjuðu yngri nemendur í íþróttahúsi í Tarsanleik. Hinir eldri höfðu val um föndurgerð í listasmiðju, trailergerð í Ipad og byggingu eftir fyrirmælum úr einingarkubbum. Eftir klukkustund var síðan skipt að nýju. Þar sem eldri fóru í Tarsanleik en yngri fóru að föndra í listasmiðju, bjuggu til brúðuleikhús í Ipad og gátu spreytt sig í einingarkubbum eftir eftirmynd eða fyrirmælum þeir sem treystu sér í það. Eftir hádegismatinn var frjáls stund þar til gestirnir þurftu að drífa sig í ferju. Skemmtilegur dagur með góðum gestum. Nokkrar myndir eru komnar í myndasafn.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is