Hópastarf hjá Eplahóp

Hópastarf hjá Eplahóp

Það er komið nafn á hóp barnanna fædd 2011 og 2012 á Kötlukoti og sigraði nafnið Eplahópur eftir mjög svo formlega kosningu.

Hópastarfið gengur vel, frábær börn og alltaf nóg að gera. Við erum að æfa okkur að skiptast á, hlusta hvert á annað og fara eftir fyrirmælum. Við höfum verið mikið úti í veðurblíðunni og var berjatínsla vinsæl fyrstu vikurnar eftir sumarfrí. Þá erum við að vinna með litina og einnig erum við dugleg að telja og flokka. Mikil áhersla er lögð á leikinn og tengist hópastarfið oft kennsluaðferð er kallast Leikur að læra - nám í gegnum hreyfingu, leiki og skemmtun. Af og til grípum við myndavélina með í starfið okkar og hér má sjá þó nokkuð af skemmtilegum myndum frá því sem við höfum verið að bralla síðustu vikurnar.