Gott fólk.
Næsta föstudag 26. maí verður árleg vorhátíð í skólanum. Við ætlum að hreinsa rusl í nágrenninu, setja upp hjólabraut, fara í leiki, grilla pylsur og fara í sund.
Nemendur mega sem sagt koma með hjól/þríhjól/hjólabretti/línuskauta ofl. þess háttar þennan dag en algjört skilyrði er að mæta þá einnig með hjálm og þar til gerðar hlífar.
ATH. Það er ekki leyfilegt að hjóla í eða úr skóla nema í fylgd með foreldrum og á þeirra ábyrgð. Foreldrar þurfa að koma hjólum barna sinna í skólann og heim.
Þennan dag er skólinn, eins og alltaf, opinn öllum sem vilja taka þátt og gleðjast með okkur í vorgleði.
Vorkveðja frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla
p.s. muna að það er lokað á fimmtudag (uppstigningardag 25. maí).
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is