Hestahópur mars

Hestahópur mars

Hestahópur hefur gert margt skemmtilegt núna í mars. Fyrir utan vinnu og æfingar við árshátíð höfum við mikið verið að vinna með nafnið okkar, hvað við heitum, hvernig það er skrifað og hvað fyrsti stafurinn segir. Einnig höfum við verið að vinna með afmælisdag, heimilisfangið okkar og nöfn foreldra. Í leikskólalæsi höfum við verið að vinna með opnuna í Arngrími apaskott þegar þau eru að skoða skuggamyndirnar sínar. Við lékum okkur að búa til skuggamyndir með myndvarpa og nýttum sólina til að búa til skuggamyndir úti. Við páskaföndruðum aðeins og buðum börnum fædd 2008 að vera með okkur. Við nýttum okkur góðaveðrið og fórum og renndum okkur, bjuggum til páska snjó kanínu og margt fleira skemmtilegt.Endilega kíkið á myndasafnið okkar fyrir mars og sjáið hvað við höfum verið að gera skemmtilegt.