Hestahópur maí

Hestahópur maí

Nú er enn einn mánuðurinn liðinn. Maí er búinn að vera afskaplega skemmtilegur hjá okkur í Hestahópi. Við höfum verið að fá annað hvort yngri eða eldri með okkur í hópastarf sem hefur gert það fjölbreyttara og skemmtilegra. Við höfum farið í gönguferðir um nánasta umhverfi svo sem upp á fjall, niður á fótboltavöll í leiki og vinnu með sögusteina og í réttina enn þar fundum við hreiður sem við kynntum okkur. Í réttinni týndum við einnig steina sem búið er að mála á og ætlum við að nota þá til sögugerðar, við höfum aðeins prófað það og er það mjög spennandi. Við erum einnig búinn að vinna með krítar enn þá átti að gera eina mynd á hvítan pappír og eina á svartan pappír, enn það átti að kríta sömu mynd á bæði blöðin. Loks prófuðum við að strá salti á bókarplast og mála síðan með vatnslitum. Allt er þetta búið að vera mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég var því miður ekki nægilega dugleg með myndavélina enn hægt er að sjá nokkrar myndir inn í myndasafni.