Í janúar og febrúar höfum við verið að vinna með Arngrím apaskott í leikskólalæsi, skoðað orð upp úr bókinni. Önnur vinna tengd leikskólalæsi er svipbrigði og skuggamyndir sem við höfum verið að skoða. Í Arngrími er krummi óþekkur og höfum við skoðað mikið hvernig hann hagar sér. Við höfum farið í gönguferðir og skoðað krumma, skýjarfar og fleira tengd bókinni. Einnig höfum við mikið verið í stærðfræði, farið og talið hluti í umhverfinu og leikið okkur með tölur. Fórum í fjósið og töldum kálfa ásamt því að fá að gefa kálfum nammi, sjá kýrnar klipptar og sjá hvernig á að gera við sköfurnar í fjósinu. Búnir að vera góðir tveir fyrstu mánuðurnir og hlökkum mikið til framhaldsins. Hér má sjá nokkrar myndir úr hópastarfi
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is