Árskógarskóli flaggaði Grænfána á nýrri stöng 11. september 2013 á formlegri skólasetningu eftir endurbætur á útileiksvæði. Strax í upphafi nýs skóla 1. ágúst 2012 var stefnan sett á að halda Grænfánanum uppi um ókomna tíð. Nemendur á Leikbæ, sem var leikskólinn í Árskógi fyrir hinn nýja Árskógarskóla, flögguðu Grænfána vorið 2012 og fluttu hann með sér í nýja skólann. Nýr skóli setti ný markmið til næstu tveggja ára en að þeim loknum er formleg úttekt Landverndar á starfi skólans í umhverfismálum sem svo leiðir til endurflöggunar til tveggja ára ef vel hefur gengið. Umhverfisnefnd skólans hefur nú sent inn umsókn og þar til gerða greinargerð og óskað eftir úttekt í mars og endurflöggun í maí 2014. Gott starf er unnið í skólanum í umhverfismennt en við viljum gera enn betur um ókomin ár. Greinargerðina má lesa á heimasíðu hér sem og fundargerðir og margt fleira.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is