Geiturnar þrjár og tröllið

Geiturnar þrjár og tröllið

Hver þekkir ekki söguna um geiturnar þrjár sem voru að bíta gras? Þær sáu svo að grasið var grænna hinum megin við brúna og ákváðu að fara yfir til að bíta grasið! En þær vissu hins vegar ekki að undir brúnni bjó tröll sem þoldi ekki að trampað væri á henni..... Á miðvikudögum hittast allir í skólanum á gæðastund þar sem við gerum sitthvað skemmtilegt og í morgun var leiksýning um geiturnar þrjár og tröllið undir brúnni. Leikendur eru hæfileikaríkir strákar fæddir 2009 og 2010 eða 4 og 5 ára gamlir. Mikil sköpun þarna í gangi og hæfileikar. Kennarinn studdi við söguþráðinn og skapandi ferli leiksins svo úr varð stund sem var mjög skemmtileg, jákvæð og uppbyggjandi fyrir þessa kláru stráka og fyrir okkur hin sem horfðum á. Skapandi skólastarf? Já, og hellingur af því!  Þannig viljum við hafa það í Árskógarskóla þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín.