Skólastarf fer vel af stað með fjölbreyttum verkefnum og ólíkum efnivið. 1.-5. bekkur fór í fjallgöngu í vikunni þar sem gengið var á Garnir ofan Hámundarstaða í blíðskaparveðri með útsýni um allan fjörð. 4. og 5. bekkur vann óróa í smíði úr efnivið úr Brúarhvammsreit þar sem markmiðið var að endurnýta sprek og köngla, súrra (binda) saman og ná jafnvægi svo úr varð órói. Einnig gerðu nemendur skilti úr viðarafgöngum og brenndu ýmislegt á þau. Síðast en ekki síst voru 4 saumavélar vígðar og fyrsta verkefni var að sauma þurrkstykki úr gömlum handklæðum. Skólinn keypti 2 vélar en foreldrafélagið og Kvenfélagið Hvöt á Árskógsströnd gáfu sitthvora. Það er gott að eiga góða að og viljum við þakka þeim kærlega fyrir góða gjöf.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is