Fyrirlestur um kvíða barna og unglinga

Fyrirlestur um kvíða barna og unglinga

Fræðslusvið og félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar bjóða foreldrum og öðrum íbúum Dalvíkurbyggðar á fyrirlestur Hjalta Jónssonar:

Kvíði barna og unglinga – Hugræn atferlismeðferð”

Þriðjudaginn 23. janúar 2018

 kl: 20:00-21:30 í

Menningarhúsinu Bergi.

 

Í  janúar 2017 kom Hjalti ásamt fulltrúum Hugarfrelsis í Berg og kynnti þar einfaldar og gagnlegar aðferðir til að nýta með börnum og unglingum þegar kvíði og vanlíðan er farin að stjórna lífi þeirra.

Nú fer Hjalti m.a. yfir einkenni og birtingarmyndir kvíða hjá börnum og unglingum og hvernig hægt er að hjálpa þeim að takast á við kvíðann, depurð og lágt sjálfsmat.

Fyrirlesturinn á erindi við alla foreldra og aðra sem koma að og vinna með börnum.

 

Vonumst til að sjá sem flesta! (Frítt inn)