Frú Engilráð

Kötlukot fékk að gjöf hana Engilráð frá sjónarhóli. Engilráð er alltaf að reyna að gefa góð ráð, sumir halda að hún heiti einmitt Engilráð því hún er algjör engill. Hún er til staðar fyrir börnin og hjálpar þeim að tjá tilfinningar og er til huggunar og uppörvunar á erfiðum augnablikum en gleðst með þeim á góðum stundum. Hún notar gjarnan setningar eins og: Viltu finna betri leið? Hvernig get ég hjálpað þér? Er allt í lagi með það sem þú ert að gera nú? Hvenær ertu tilbúinn að byrja? Hvat get ég gert til að hjálpa svo þú getir...?

Engilráð hefur því miður verið frekar einmanna um helgar á Kötlukoti og því er hún farinn að fá að fara með einu barni heim um helgar. Einnig þótti börnunum mikilvægt að hún ætti notarlegt heimili og því bjuggu þau til hús handa henni sem hún getur setið í og fylgst með þeim yfir daginn.

Hér má sjá myndir frá þeirri vinnu.