Frístund og fleira 2016-2017

Frístund og fleira 2016-2017

Góðan dag. Það styttist í að nemendur 1.-4. bekkjar mæti í skólann (24. ágúst kl. 8) og tímabært að huga að skipulagi vetrar. Sem fyrr er frístund starfandi að loknum skóladegi fyrir nemendur 1.-4. bekkjar og hefst hún strax fyrsta skóladaginn miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13:30. Nánari upplýsingar um verð frístundar er að finna hér. Ef barn á að vera í frístund (hvaða daga og tími) þá er tilvalið að láta skólastjóra vita í síma 4604971 eða á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is en það er gott að vita það sem fyrst svona upp á fyrsta skóladaginn og skipulag á leikskólastigi en frístund er samtvinnuð starfinu þar.

Nemendur fá blöð heim fyrsta skóladaginn með ýmsum skráningum s.s. netföng foreldra og símanúmer en það eru upplýsingar sem skólinn skráir í Námfús og notar í samskiptum heimilis og skóla, skráningu í ávaxta- og mjólkuráskrift. Allir nemendur sem vilja fá ávexti og mjólk fyrsta daginn en svo fáum við allar upplýsingar að heiman um hver á að vera í áskrift og hver ekki, því er mikilvægt að skila blaðinu strax daginn eftir! Athugið að til að hægt sé að skrá í þessar áskriftir þarf að vera búið að borga reikninga frá liðnum vetri.

Varðandi hádegismat þá þurfa foreldrar að skrá barn í mat og það er hægt að gera það á www.dallas.is eða á netfanginu dallas@dallas.is allir nemendur fá hádegismat fyrsta daginn.

Munið svo að skoða áætlun skólabílsins hér.

Innkaupalistar eru hér.

Allar nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 4604971, 6991303 eða gunnthore@dalvikurbyggd.is