Gott fólk! Fimmta (5) desember-fréttabréf skólans er komið út og í því er að finna þá viðburði og skipulag sem skólinn stendur fyrir í desember. Þetta fréttabréf er númer fimmtíu (50) og árgangarnir orðnir fimm (5), allt eitthvað fimmlegt enda er núverandi skólaár það fimmta (5) frá stofnun skólans. Já tíminn flýgur og skólaárið senn hálfnað. Framundan er desember með öllu því skemmtilega sem hann býður upp á í bakstri, föndri, jólaþema og samveru. Í gær bökuðu nemendur piparkökur saman og þær verða svo málaðar og boðið uppá á litlu jólunum. Það verður aðventuferð, jólabókadagur, bingó og fleira skemmtilegt í skólanum okkar í desember. Við fetum hinn gullna meðalveg, hvorki of né van, við ætlum að eiga gæðastundir saman í desember og sem fyrr þá eru foreldrar/forráðamenn alltaf velkomnir að koma og taka þátt í skólastarfinu með okkur. Hafið það gott í desember. Jólakveðja úr skólanum.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is