Í dag, fimmtudaginn 8. ágúst, er vinna við leiksvæði sunnan skólans í fullum gangi enda stutt í að skólastarf fari á fullt og nemendur mæta. Búið er að malbika hjólastíga, setja niður leiktæki, gera sandkassa, verið er að setja niður gúmmíhellur, moldin er komin og hóllinn er klár en þökurnar breiða sig svo yfir svæðið. Girðingin er í uppsetningu svo það má segja að allt sé í gangi! Ætlunin er að setja rennibraut í hólinn, setja skýli eða kofa fyrir börnin og geymsluskúr fyrir leikföng og námsgögn en það verður líklegast á næsta ári. Leiksvæði vestan skólans er einnig að verða klárt en þar eru stærri leiktæki sem voru við skólann og ætluð eldri nemendum og það svæði er hugsað fyrir alla þá sem vilja leika sér í Árskógi t.d. á ættarmótum, fótboltamótum, leikjanámskeiðum og svo framvegis. Við getum öll verið stolt af þessum framkvæmdum og við hvetjum alla til að kíkja í Árskóg og leika sér saman í öruggu umhverfi.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is