Framkvæmdir á fullu

Þessa dagana eru margir iðnaðarmenn að störfum í Árskógarskóla enda styttist í verklok þann 3. ágúst. Framkvæmdir hafa gengið vel og húsnæðið að taka á sig þá mynd sem lagt var upp með. Leikskólinn Leikbær lokar föstudaginn 13. júlí í núverandi mynd og börnin fara í sumarfrí. Margir eiga góðar minningar tengdar skólastarfi í Árskógi og megi þær verða enn fleiri um ókomna framtíð. Skólastjóri og deildarstjóri verða í skólanum frá 1. ágúst og fólk er velkomið að líta við og fá upplýsingar um skólastarfið. Í byrjun ágúst verður haft samband við foreldra um allt sem snertir upphaf skólagöngu. Innkaupalistar og aðrar hagnýtar upplýsingar koma á heimasíðuna og verða sendar foreldrum. Sem sagt, 1. ágúst fer allt á fullt og afar spennandi og skemmtilegur tími fer í hönd enda ekkert eins skemmtilegt og þegar skóli fyllist af börnum. Sjáumst hress og kát í ágúst.