Mikil umræða hefur skapast undanfarið um mikilvægi forritunarkennslu í skólum, til að búa nemendur undir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar. Þessa dagana eru nemendur 3. og 4. bekkjar að læra undirstöðuatriðin í forritun í upplýsingatækni. Nemendurnir eru mjög áhugasamir og galdra fram hvern kóðann á fætur öðrum til að leysa viðfangsefnin. Hver veit nema að í hópnum leynist einn af forriturum framtíðarinnar.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is