Kæru foreldrar barna í Árskógarskóla
Í febrúar hvert ár leggur fræðslusvið fyrir foreldrakannanir í skólum Dalvíkurbyggðar. Könnunin er nú tilbúin og er markmiðið að fá fram sjónarmið foreldra til ýmissa þátta í skólastarfinu. Við höfum á þessum fjórum árum sem skólinn hefur starfað, lagt okkur fram við að veita nemendum sem bestar námslegar aðstæður og mætum hverjum og einum þar sem hann er staddur hvort heldur sem er á leik- eða grunnskólastigi. Við leggjum okkur fram við að veita mjög góða þjónustu og eiga í jákvæðum uppbyggjandi samskiptum við foreldra og aðra sem að skólanum koma. Við vitum að oftast er hægt að gera betur og þess vegna er könnun sem þessi lögð fyrir, til að staðfesta vonandi það sem vel er gert og fá ábendingar um það sem má betur fara. Það er mikilvægt að allir svari þessari könnun. Áminning verður send nokkrum sinnum. Með fyrirfram þökk um góða svörun. Takk fyrir að leggja ykkar að mörkum við að gera gott skólastarf enn betra.
Hér er könnunin:
https://www.surveymonkey.com/r/XVBT552
Skólastjóri
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is