Folaldahópur hefur verið að bralla ýmislegt í mars og apríl. Fyrri hluti marsmánaðar fór mest í að undirbúa hópinn fyrir árshátíðina. En síðan þá höfum við gert ýmislegt og má þar nefna t.d. sullukrókinn en við vorum í honum einn hópastarfstíman og voru börnin með eindæmum glöð með þann dag.
Við höfum núna undafarið verið að vinna við að klippa pappír og búa til úr honum listaverk en við eigum enn eftir smávegis vinnu í því verkefni.
Hópurinn hefur líka fengið að kynnast hluta af hljóðfærum skólans og oftar en ekki er mikill hávaði í okkur þegar við drögum fram hljóðfærakassann. Við erum svo að æfa okkur að fara með fingravísuna "Þumalfingur er mamma", þá notum við fingrabrúður til að hjálpa okkur að muna hvaða putti er hver :)
Það eru komnar nokkrar nýjar myndir af hópnum á síðuna sem má skoða hér
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is