Miðvikudaginn 6. febrúar verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Þessi dagur er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Í tilefni dagsins ætlum við að bjóða foreldrum, nemendum og kennurum að koma og borða morgunverð með leikskólabörnunum áður en haldið er til hefðbundinna starfa. Morgunverðurinn er í boði frá kl. 07:45-8:30.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is