Endurgreiðsla vegna tannlækninga barna

Endurgreiðsla vegna tannlækninga barna

Endurgreiðsla vegna tannlækninga barna undir 18 ára var aukin umtalsvert 1. júlí og gildir hækkunin til ársloka 2012.
Endurgreiðsla nú er að meðaltali 62% en verður aftur 42% eftir áramót. Foreldrar eru því hvattir til að panta tíma fyrir börn sín í tanneftirlit og meðferð hið fyrsta til að nýta hærri endurgreiðslu á meðan hún varir.
Athugið að tannlækningum er einungis sinnt á einkastofum tannlækna. Tannlæknar ákveða sjálfir verð á meðferð á sinni stofu. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands þá greiðir einstaklingur mismuninn.