Viltu spila, lesa eða leika við okkur í Árskógarskóla?
Nú bjóðum við eldri borgurum á Ströndinni og ömmum og öfum barnanna okkar (sem eru auðvitað ekki öll eldri borgarar) að koma og spila, leika, lesa, reikna eða hvað annað skemmtilegt, fá sér hressingu, skoða skólann og eiga góða stund saman.
Miðvikudaginn 18. nóvember bjóðum við eldri borgurum og ömmum og öfum í heimsókn til okkar í skólann frá kl. 12:00-13:30.
Sem fyrr eru foreldrar alltaf velkomnir í skólann.
Sjáumst í skólanum, nefndin.
Hér er fréttin sem pdf skjal með stóru letri.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is