Árskógarskóli á að vera notalegur staður þar sem öllum líður vel, vitsmunalega örvandi og umhverfið þannig að hver og einn einstaklingur fái tækifæri, óháð því hver hann er og hvaðan hann kemur, til þess að gera sem mest úr þeim hæfileikum sem hann býr yfir.
Í sameiginlegum inngangskafla aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla eru skilgreindir grunnþættir í íslenskri menntun. Þessir grunnþættir eru:
• læsi
• sjálfbærni
• heilbrigði og velferð
• lýðræði og mannréttindi
• jafnrétti
• sköpun
Þessir þættir eru hornsteinar Árskógarskóla en auk þeirra eru áherslur m.a. þessar:
• útikennsla
• hreyfing og hollusta
• siðferðisvitund
• virðing og vinátta
• samvinna og traust
• umhyggja og gleði
• tengsl við nærsamfélagið
• umhverfisvernd
Lokamarkmið Árskógarskóla er, með frábæru hæfu starfsfólki, að finna leiðir í leik og námi til að gera góða manneskju betri, styrkja einstaklinginn og rækta einkenni hans sem koma sér vel við að mennta góða manneskju til alhliða þroska.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is