Í dag lagði grunnskólastigið leið sína til Dalvíkur. Þar byrjuðu krakkarnir á að skoða gamla muni á Byggðasafni Dalvíkur og gengu síðan í menningarhúsið Berg þar sem þeir hlustuðu á Gunnar Helgason kynna nýjustu bók sína "Siggi sítróna". Að fyrirlestri loknum borðuðu nemendur í Bergi og dunduðu sér á bókasafninu að máltíð lokinni. Ferðinni lauk í Víkurröst þar sem nemendur spreyttu sig á klifurvegg og golfhermi.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is