Fyrsta föstudag febrúar er Dagur stærðfræðinnar haldinn hátíðlegur. Við í Árskógarskóla skiptum okkur í hópa og unnum fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi stærðfræðiverkefni í allan dag, eitthvað fyrir allan aldur, áhuga og getu gegnum leik. Meðal annars voru kastþrautir og samlagning í íþróttahúsi, pílukast, talnahopp, ýmsar mælingar (grömm, kíló, desilítri, lítri ofl.) byggt úr einingakubbum samkvæmt uppskrift, Numiconkubbar, 52 spil, borðspil, stærðfræðiverkefni í tölvu og ýmislegt fleira. Alltaf eitthvað spennandi í Árskógarskóla. Fleiri myndir í myndasafni hér til hliðar.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is