Dagur leikskólans fimmtudaginn 6. febrúar

Dagur leikskólans fimmtudaginn 6. febrúar

Fimmtudaginn 6. febrúar verður Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Við bjóðum ykkur öllum sérstaklega í heimsókn þennan dag í Árskógarskóla, takið þátt í leik og námi barnanna, ræðum um starfið og njótið góðrar samveru í skólanum okkar. Í tilefni dagsins verður Kötlukot með gæðastund kl: 11 inn á Kötlukoti. Allir að koma í lopapeysum.