Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans 6. febrúar

Föstudaginn 6. febrúar verður Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Í Bergi á Dalvík er sýnt myndband frá 10:30-14:00 frá starfi í leikskólum Dalvíkurbyggðar, Kátakoti, Krílakoti og Kötlukoti í tilefni dagsins og tengt 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015. Myndbandið byggir á hugmyndum barna um kynjahlutverk og myndbrotum úr leik og starfi.

Við bjóðum foreldrum allra barna skólans og velunnurum sérstaklega í heimsókn þennan dag í Árskógarskóla kl. 12:30 þar sem deginum verður fagnað og myndbandið er einnig sýnt hér.