Dagur íslenskrar tungu-heimsókn ráðherra

Dagur íslenskrar tungu-heimsókn ráðherra

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur um allt land fimmtudaginn 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Dalvíkurbyggð verður í brennidepli þennan dag og  mun Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja skóla og bókasafn í Dalvíkurbyggð ásamt fylgdarliði. Ráðherra verður í Árskógarskóla frá 08:50-09:40 og munu nemendur m.a. syngja fyrir gestina og sýna þeim skólann og skólastarfið.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur svo fyrir hátíðardagskrá í Bergi kl. 15:00 í tilefni dagsins.

Dagskrá:

- Hátíðardagskráin sett
- Myndband um raddir íslenskunnar
- Upplestur sigurvegara úr Stóru upplestrarkeppninni
- Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra
- Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent af ráðherra
- Ávarp verðlaunahafa
- Ráðherra veitir sérstaka viðurkenningu
- Ávarp viðurkenningarhafa
- Upplestur sigurvegara úr Stóru upplestrarkeppninni
- Kirkjukór Dalvíkurkirkju flytur lag Jóns Nordal við ljóð Jónasar Hallgrímssonar

Kynnir: Eva María Jónsdóttir.

Léttar veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis.