Dagur gegn einelti 8. nóvember

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti hefur ákveðið að helga 8. nóvember ár hvert baráttunni gegn einelti. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 og markmiðið með deginum er og var að vekja sérstaka athygli á málefninu.

Í Árskógarskóla nýtum við fyrstu viku nóvember til þess að vekja máls á eineltisumræðunni t.d. á gæðastund og á föstudeginum 8. nóvember undirritum við öll sáttmála um það að leggja okkar að mörkum í baráttunni gegn einelti. Í skólanum er unnið markvisst að forvörnum gegn einelti með aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og í skólanum er virk áætlun ef upp koma eineltismál. Á heimasíðu er líka skilgreining á einelti: Einelti er þegar einstaklingur verður endurtekið á ákveðnu tímabili fyrir aðkasti frá einum eða fleiri aðilum. 
Mikilvægt að taka umræðu um einelti heima, hér er tengill sem gott er að nota til þess, ýmis fræðsla og upplýsingar um verkefnið.