Í gær fluttu 4.-6. bekkingar leikrit á Gæðastund sem fjallaði um einelti. Flutningurinn tókst vel til og allir, ungir sem aldnir, fylgdust spenntir með. Í dag, á baráttudegi eineltis, mættu nemendur íklæddir grænum fötum sem tákn um það að þeir ætla að vanda sig við að koma fram eins og græni karlinn. Í Árskógarskóla hefur verið unnið markvisst í vetur með græna karlinn til að leiðbeina um æskilega hegðun en umræddur karl er hjálpsamur, hlustar og er glaður. Hann er góður í samskiptum og þess vegna líður honum vel og einnig öðrum sem umgangast hann.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is