Brighton fyrsta frétt

Brighton fyrsta frétt

Starfsfólk skólans fór til Brighton á Bretlandi í námsferð 4.-8. maí. Slík ferð er farin fyrir styrki sem hver og einn nýtir sér frá sínu stéttarfélagi auk þess sem starfsfólk var með fjáröflun. Tveir starfsdagar, uppstigningardagur og svo helgarfrí var nýtt í ferðina (eitthvað þurfti nú að versla líka). Ferðin gekk í alla staði vel og við fengum sumarveður, sól og 15-20 stiga hita. Við fórum á námskeið í notkun Numicon kubba á leik- og grunnskólastigi (myndir af þeim verkefnum koma fljótlega) og í skógarskóla þar sem við fræddumst enn frekar um útikennslu en eitt af markmiðum skólans er einmitt að færa kennslu og verkefni út í náttúruna eins og kostur er, um útikennslu má lesa á heimasíðu hér http://www.dalvikurbyggd.is/Arskogarskoli/Utikennsla/
Á liðnum árum hefur skólinn unnið mikið af verkefnum úti og nýtt til þess umhverfi skólans m.a. Brúarhvammsreit, við eigum góðan búnað til útieldunar, hluti skólaíþrótta og smiðja er kennt úti með markvissri útikennslu. Alltaf má gera betur og vinna meira úti en skólinn getur verið stoltur af því starfi sem unnist hefur en vill gera enn betur og m.a. fórum við þess vegna í skógarskólann í Brighton. Þar lærðum við enn meira um útieldun og uppkveikju, við bjuggum til skýli úr greinum og laufi (vatnshelt!), við lærðum að segja sögur út frá umhverfinu í skóginum, við lærðum að búa til fullvaxinn stól úr efnivið náttúrunnar sem var "súrraður" (hnýttur) saman, við bjuggum til te og ýmislegt fleira sem við munum geta nýtt til þess að efla frekar útikennslu skólans. Frábær ferð, fræðandi og þjappaði hópnum enn frekar saman. Fleiri myndir og samantekt á næstunni.
Við erum einnig á facebook https://www.facebook.com/arskogarskoli/