Árskógarskóli, góður valkostur

Árskógarskóli, góður valkostur

Góðan dag. Fámennir skólar í dreifbýli á Íslandi eiga í varnarbaráttu þar sem þróunin hefur verið sú að fólk sækir í þéttari byggð, börnum fækkar og jafnframt er þjóðin að sigla inn á skeið þar sem hún er að eldast, sem þýðir að hlutfall barna er minna á ákveðnu tímabili. Við í Árskógarskóla finnum fyrir þessari þróun rétt eins og flestir aðrir skólar en hinir fámennu eru vissulega brothættari og þola ekki mikið brottfall. Við hins vegar búum svo vel að í sveitarfélaginu eru þrír þéttbýliskjarnar og grundvöllur þeirra og sveitanna í kring eru m.a. skólar, leik- og grunnskólar, sem fólk á hverju svæði fyrir sig telur grundvallarskilyrði fyrir búsetu og þróun áframhaldandi búsetu og endurnýjunar (ungt fólk hafi tækifæri til að setjast að og fjölga sér). Árskógarskóli og Árskógur er ein meginstoðin fyrir búsetu á Árskógsströnd og því þarf að efla það svæði og styrkja rétt eins og önnur svæði og sú vinna er stöðugt í gangi. Í Dalvíkurbyggð er val um skóla og einfalt er fyrir barn á grunnskólaaldri að sækja skóla frá Dalvík í Árskógi og öfugt. Á næstu dögum kemur blað um skólann inn á hvert heimili og tilgangur þess er að vekja athygli á skólanum og þeim möguleika að t.d. foreldrar kjósi að senda börnin sín í minni skólaeiningu í Árskógarskóla sem hentar sumum nemendum betur. Við erum heppin að eiga góða skóla í Dalvíkurbyggð og að foreldrar hafa val um þá, hver hefur sína kosti og einhverja galla. Hvet alla til að kynna sér dreifibréfið og kíkja á heimasíðu skólans eða þá að koma í heimsókn, alltaf velkomin. Við horfum björtum augum til framtíðar og hvetjum fólk sem á möguleika til þess að fjölga sér, að gera það, og hugsa þann möguleika að senda barnið eða börnin í skóla í Árskógi.

Hér má lesa dreifibréfið

Heimasíða skólans

Facebook