Ágúst

Ágúst

Hópastarf hjá okkur í Besta skólahópnum hefur farið vel af stað. Við erum búinn að vera að leika okkur mikið með tölur, stafi og ipad í gegnum leik enn einnig fullt af frjálsum leik í bland. Það eru komnar inn nokkrar myndir frá haustinu og endilega skoðið þær. Á þeim myndum sést til dæmis þegar við vorum að vinna með stærðfræði og ipad í réttinni, einnig vorum við að leika okkur með kaplakubba og stærðfræði í íþróttarhúsinu og stafi numicon og ipad í listasmiðju. Við erum að æfa okkur í aðferð sem kallast leikur að læra og börnin hafa verið mjög áhugasöm.