Föstudaginn 13. desember komu 1. bekkingar Dalvíkurskóla í heimsókn í Árskógarskóla, 20 nemendur. Margt var í boði m.a. einingakubbar, búa til orð úr kubbum, lita mandölur í listasmiðju, frjáls leikur á Kötlukoti, skák og fleira skemmtilegt. Börnin léku sér saman í sátt og samlyndi og áttu góða stund saman og ljóst að þessi börn hafa gott af því að hittast og kynnast og auðvitað að breyta um umhverfi og námsaðstæður, því er næsta skref að 1. bekkur Árskógarskóla fari í heimsókn í Dalvíkurskóla. Fullt af myndum í myndasafni.
Árskógi, 621 Dalvíkurbyggð Sími: 460 4970 |
Skólinn er opinn frá Skólastjóri: Friðrik Arnarson |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 460-4973; 460-4970 / arskogarskoli@dalvikurbyggd.is