Gallerí Anddyri : Sýning á Skipalíkani SÓLBERG ÓF-1

Gallerí Anddyri : Sýning á Skipalíkani SÓLBERG ÓF-1

Verkið sem hér er sýnt í Gallerí Anddyri í Menningarhúsinu Bergi var rúmlega eitt og hálft ár í bígerð. Listamaðurinn Elvar Þór Antonsson hófst handa í apríl 2024, og er verkinu nýlokið núna þegar við fáum þann heiður að sýna það.

 

Líkanið er af Sólberg ÓF-1, skipi sem kom til landsins árið 2017 og er fengsælt á íslenskum fiskimiðum og skilar ár hvert mestu aflaveiðum íslenskra skipa.

 

Líkanið er í stærðarhlutföllunum 1:46, 1,90 að lengd.

 

Að meðtöldu Sólbergi ÓF-1 hefur listamaðurinn skapað 34 skipalíkön, auk viðgerða á fjölda líkana síðan hann hóf að gera tilraunir með líkanagerð skipa árið 1998.