Söfn Dalvíkurbyggðar og Menningarhúsið Berg standa fyrir jólasýningu og að þessu sinni verður hún sett upp í anda Jólasveinavísa Jóhannesar úr Kötlum. Engin formleg opnun verður á sýningunni en hún mun standa út desember mánuð.
Klukkan 13:00 - 14:30 verður samverustund á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrenis. Boðið verður upp á spjall fyrir einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur. Kakó og piparkökur í boði.
Hvoli við Karlsrauðatorg | 620 Dalvík | Sími: 460 4928 | netfang: hvoll@dalvikurbyggd.is