Byggðasafnið verður opið á laugardögum kl.14.00 - 17.00 í vetur. Hægt er að hafa samband við forstöðumann ef hópar vilja heimsækja safnið utan opnunartíma.
Verið er að skrá muni safnsins í gagnagrunninn Sarp. Fyrir jól mun koma út heftið skemmtanir og dægradvöl í Dalvikurbyggð fyrr á tímum.
Sett verður upp í vikunni lítil sýning á jólaskrauti. Sóst var eftir að fólk í byggðalaginu lánaði safninu gripi til að nota í þessari sýningu, fáir höfðu samband svo munirnir eru að mestu úr eigu byggðasafnsins.
Hvoli við Karlsrauðatorg | 620 Dalvík | Sími: 460 4928 | netfang: hvoll@dalvikurbyggd.is