Margt var um manninn á Byggðasafninu Hvoli á íslenska safnadaginn. Þórarinn Hjartarson og Þuríður Vilhjálmsdóttir fluttu þjóðlega sönglagadagskrá og mæðginin María Jónsdóttir og Jón Ólafs-
son fluttu stemmur.
Sunnudaginn 16. júlí kl 13.00 - 17.00 kemur eldsmiðurinn Beate Stormo ásamt eiginmanni sínum Helga Þórssyni á safnið. Beate mun lemja steðjann en Helgi syngur og leikur undir á langspil. Allir eru hjartnlega velkomnir á safnið og er fólk minnt á þjóðbúningadúkkusýninguna sem stendur um þessar mundir á safninu.
Hvoli við Karlsrauðatorg | 620 Dalvík | Sími: 460 4928 | netfang: hvoll@dalvikurbyggd.is