Söfn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn óskar eftir starfsfólki.
Við leitum nú að einstaklingum sem hafa áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi í sumar. Um er ræða störf frá 50-100% starfshlutfalli auk helgarvinnu en starfsstöðvar eru Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Byggðasafnið Hvoll og Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Starfsmenn öðlast þannig innsýn í heim ferðaþjónustunnar og grunnþætti safnastarfs í sveitafélaginu.
Helstu verkefni eru:
Hæfniskröfur
Ofangreindar hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingum.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í lok maí og geti unnið fram til ágústloka.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um í gegnum mín dalvíkurbyggð og velja þar: „Söfn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð“. Ásamt umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og stutt persónuleg kynning á umsækjanda.
Laun og launakjör eru samkvæmt kjarasamning Samband íslenskra sveitafélaga og KJALAR.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 11. apríl
Allar frekari upplýsingar veitir Björk Hólm, forstöðumaður safna í síma 460-4931 eða á netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Hvoli við Karlsrauðatorg | 620 Dalvík | Sími: 460 4928 | netfang: hvoll@dalvikurbyggd.is