Í lok hvers skólaárs er yndislegt að eiga þægilega daga fjarri skólabókum og prófum. Álagið er mikið í maí og því þykir okkur mikilvægt að ljúka hverju skólaári með annars konar vinnu, eins og til dæmis þemadögum og útivistardögum. Sumt af þessari vinnu er afar fræðandi og lærdómsríkt á meðan annað er holl útivera og hreyfing. Öll eiga þessi verkefni það sameiginlegt að við starfsmenn skólans og nemendur okkar eigum innihaldsrík og nærandi samskipti, langoftast án argaþras hversdagsins. Á þennan hátt eflum við félagsleg tengsl milli allra í skólanum. Nemendur sem eru í leyfi þessa daga missa af þessari samveru og náminu sem felst í því að gera annað en að vinna í skólabókum.