Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð starfar við skólann lögum samkvæmt. Í nemendaverndarráði eiga sæti fulltrúi félagsþjónustu, skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, iðjuþjálfi, fulltrúi sérkennara og fulltrúi stjórnenda sem er jafnframt formaður nemendaverndarráðs. Nemendaverndarráð fjallar um öll þau mál nemenda sem þurfa sérstakrar umfjöllunar við og ekki hægt að leysa innan skólans. Tilvísanir eða beiðnir um aðstoð frá kennurum eða foreldrum eru teknar fyrir á fundunum og málum vísað áfram til sérfræðinga ef þörf þykir. Foreldrar koma óskum sínum til umsjónarkennara og saman skrifa þeir beiðni um umfjöllun til nemendaverndarráðs. Kennarar geta lagt mál fyrir nemendaverndarráð og þá sitja þeir fundi ráðsins meðan málið er til umfjöllunar. Mál sem tekin eru fyrir í nemendaverndarráði eru ýmist unnin innan veggja skólans, vísað til félags- eða fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar, heilsugæslu eða óskað eftir stoð- og/eða sérfræðiþjónustu, allt eftir því hvar talið er að bestu lausn málsins sé að finna. Ætíð er óskað eftir skriflegu samþykki foreldra áður en mál nemenda eru rædd í nemendaverndarráði.