Síðustu dagar skólaársins í 2. bekk hafa verið mjög skemmtilegir. Heilmikil áhersla var á stærðfræði í ýmsum myndum, bæði úti og inni. Við vorum að tvöfalda og helminga, unnum með þrívíð form og utandyra unnum við með form og speglun og fórum í skutlukeppni.
Við fórum í skemmtiferð til Hellu einn daginn, þar sem afi og mamma Gulla Rafns tóku á móti okkur. Þar var farið í fjöruna og á hestbak, síðan léku menn sér úti við fram að hádeginu. Rabba afa og Eyrúnu mömmu eru færðar bestu þakkir fyrir mótttökurnar og stjanið við okkur.
Síðasta skóladaginn hjóluðum við upp í skógarreit þar sem við grilluðum okkur pylsubita og sykurpúða og lékum okkur í „góða veðrinu“. Að því loknu fórum við heim til Guðnýjar þar sem sumir horfðu á mynd en aðrir kubbuðu, eftir hádegið fóru síðan allir sem vildu í heita pottinn. Það voru kátir og hressir krakkar sem héldu út í vorið, þrátt fyrir kulda og snjókomu.
Hér má sjá myndir frá þessum síðustu dögum í 2. bekk.