Vinnureglur í vondu veðri

Að gefnu tilefni er rétt að minna á að skólahaldi í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar er ekki aflýst nema í samráði við lögreglu. Í upplýsingahjólinu sem foreldrar eiga að hafa í fórum sínum stendur: Þegar veður gerast vond getur það talist álitamál hvenær hægt er að ætla nemendum að sækja skóla. Sé skóla á annað borð ekki aflýst með auglýsingu í útvarpi verður mat foreldra að ráða því hvenær nemendur eru kyrrsettir heima. Tilkynna skal slíkt í skólann eins fljótt og kostur er. Hægt er að tilkynna forföll í netfangið, ritari@dalvikurskoli.is

Það er stefna skólans að loka ekki þegar veður eru vond nema brýna nauðsyn beri til. Þannig geta foreldrar treyst því að tekið er á móti börnum þeirra þrátt fyrir vont veður. Í vondum veðrum eða ef óveður brestur á gildir:

Í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar er unnið samkvæmt eftirfarandi skipulagi:

A: Bresti á slæmt veður þegar nemendur eru í skólanum verða þeir kyrrsettir þar til þeir hafa verið sóttir af foreldrum eða samband haft með öðrum hætti. Skólastjóri metur aðstæður og stjórnar heimferð nemenda.                                 

B: Bresti á aftakaveður eða atburðir auglýstir af almannavörnum þegar nemendur eru í skólanum eru þeir kyrrsettir þar. Lögregluvarðstjóri

(starfsmaður sýslumanns á Dalvík) metur aðstæður og stjórnar heimferð nemenda.