Í dag fóru 2. og 3. bekkur í frábæra vettvangsferð. Við höfum undanfarið verið að vinna með hafið og ýmislegt sem því tengist og lögðum af stað í dag til að fara í heimsókn á hafnarvogina. Þar tók Óli á móti okkur og sýndi krökkunum vigtarnar, kranana við höfnina og tækjabúnað þeirra sem þarna vinna. Bekkjarhóparnir voru vigtaðir og komumst við að því að 2. bekkur er 511 kg og 3. bekkur 460 kg.
Auk þessa vorum við svo heppinn að rekast á Halldór Gunnarsson á bryggjunni og fengum við hann til að sýna okkur um borð í Björgúlf. Þetta vakti mikla lukku enda margir sem aldrei hafa komið um borð í togara. Dóri fræddi börnin um starf sjómannsins og um útbúnað og tækjakost um borð. Til að gera þessa fræðslu enn þá meira spennandi setti hann vélina í gang til að leyfa krökkunum að heyra hávaðann í vélinni. Að þessu loknu var gengið saman upp í skóla og ræddu börnin um að þetta hefði verið mjög skemmtileg ferð og að auki var hún mjög fróðleg.
Hérna getið þið fengið að sjá nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu ferð.